Tímalína

  1. Kaupmannahöfn

    20/03/1770

    Landsnefndin fyrri var stofnuð 20. mars til að rannsaka landshagi á Íslandi.

  2. Kaupmannahöfn

    23/03/1770

    Tilskipun um nefndina var gefin út 15. maí og prentuð á íslensku og dönsku í 2600 eintökum.

  3. Kaupmannahöfn

    22/05/1770

    Erindisbréf var gefið út 22. maí, þar sem tilgreind eru fjölmörg mál sem nefndin átti að taka til skoðunar. 

  4. Nýhöfn

    31/05/1770

    Nefndarmenn leggja af stað frá Kaupmannahöfn 31. maí í fjögurra vikna siglingu.

  5. Hafnarfjörður

    27/06/1770

    Nefndarmenn taka land í Hafnarfirði 27. júní. Í för með þeim var nýr stiftamtmaður yfir Íslandi, Lauritz Thodal.    

  6. Arnarhóll

    28/06/1770

    Nefndarmenn dvelja á Arnarhóli í Reykjavík 27. júní til 13. júlí. Þaðan rituðu þeir embættismönnum landsins bréf. 

  7. Þingvellir

    13/07/1770

    Nefndarmenn dvöldu á Alþingi á Þingvöllum 13. júlí til 30. júlí. Þar kynntust þeir flestum embættismönnum landsins og héldu gestaboð.    

  8. Kalmanstunga í Borgarfirði

    31/07/1770

    Fyrsti gististaður nefndarmanna á leið þeirra norður í land. 

  9. Mælifell í Skagafirði

    03/08/1770

    Fóru erfiða ferð yfir Arnarvatnsheiði og Stórasand. 

  10. Akureyri

    04/08/1770

    Leiðir skildi í Skagafirði og Andreas Holt og Thomas Windekilde fóru til Eyjafjarðar. Þeir gistu m.a. á Silfrastöðum í Skagafirði, á Bakka í Öxnadal og Myrká í Hörgárdal.    

  11. Ólafsfjörður og Siglufjörður

    05/08/1770

    Þorkell Fjeldsted fór áfram einn síns liðs til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. 

  12. Hólar í Hjaltadal

    06/08/1770

    Eyjólfur Jónsson, ritari nefndarinnar, varð eftir á Hólum við stjörnuskoðun 3.-17. ágúst,  á meðan leiðangursmenn héldu lengra norður. 

  13. Hólar í Hjaltadal

    17/08/1770

    Nefndarmenn söfnuðust saman á Hólum aftur áður en haldið var suður á ný. 

  14. Þingeyrar

    18/08/1770

    Fyrsti gististaður á suðurleið var á Þingeyrum hjá Bjarna Halldórssyni sýslumanni. 

  15. Grímstunga í Vatnsdal

    19/08/1770

    Nefndin tók hús á Grímstungubændum. Síðar bárust allmörg bréf úr Vatnsdal, svo heimsókn nefndarinnar hefur haft áhrif. 

  16. Kalmanstunga í Borgarfirði

    20/08/1770

    Aftur lögðu nefndarmenn á Arnarvatnsheiðina og gistu á ný í Kalmanstungu á suðurleiðinni. 

  17. Arnarhóll í Reykjavík

    30/08/1770

    Í lok ágúst voru þeir komnir til Reykjavíkur á ný og höfðu vegna slæms veðurs þurft að hætta við að heimsækja nokkra staði. 

  18. Arnarhóll í Reykjavík

    11/09/1770

    Veturseta við störf á Arnarhóli í Reykjavík. 

  19. Eyrarbakki

    30/09/1770

    Á haustdögum skruppu nefndarmenn til Eyrarbakka, en þar hafði Windekilde áður verið kaupmaður. 

  20. Krýsuvík og Eyrarbakki

    01/06/1771

    Sumarið byrjaði með leiðangri til Krýsuvíkur og Eyrarbakka, með viðkomu á Hrauni í Ölfusi. 

  21. Arnarhóll í Reykjavík

    11/06/1771

    Vestfjarðaferð undirbúin. Vegna veikinda varð Andreas Holt eftir. 

  22. Leirá í Borgarfirði

    15/06/1771

    Þegar komið var í Borgarfjörð kenndi Windekilde sér meins og hætti við Vestfjarðaför. 

  23. Reykhólar í Barðastrandarsýslu

    29/06/1771

    Þorkell Fjeldsted hélt för áfram og rannsakaði möguleika á saltvinnslu á Reykhólum. Á leiðinni gisti hann m.a. á Ljárskógum við Hvammsfjörð. 

  24. Reykjanes við Ísafjarðardjúp.

    04/07/1771

    Þorkell Fjeldsted kannaði hverasvæðið  á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Hann gisti m.a. á Kirkjubóli

  25. Alþingi á Þingvöllum

    11/07/1771

    Að ferð lokinni hitti Þorkell samnefndarmenn sína á Þingvöllum þar sem Alþingi stóð yfir.    

  26. Skálholt

    14/07/1771

    Að loknu Alþingi héldu nefndarmenn í Skálholt til fundar við biskup. 

  27. Arnarhóll í Reykjavík

    30/07/1771

    30. júlí héldu nefndarmenn uppboð á hestum sínum og öðrum eigum og fóru að huga að brottför til Danmerkur. 

  28. Hólmshöfn við Reykjavík

    15/08/1771

    Skipið sem Landsnefndin sigldi með  lagði úr höfn við Reykjavík 15. ágúst 1771. Þá höfðu þeir dvalið í landinu í rúmt ár.    

  29. Arendal í Noregi

    31/08/1771

    Eftir 17 daga siglingu tók skip landsnefndarmanna höfn í Arendal í Noregi. Þar fór Andreas Holt í land og fór landleiðina til Kaupmannahafnar. 

  30. Kaupmannahöfn

    12/09/1771

    Thomas Windekilde og Þorkell Fjeldsted komu til Kaupmannahafnar 12. september. Nefndin hélt áfram vinnu við úrvinnslu gagna sem safnast höfðu í ferðinni til Íslands. 

Um verkefnið

Fyrir meira en hálfri öld hófst löng vegferð, vinna við að gefa út skjöl Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771, þegar Bergsteinn Jónsson síðar prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands bjó bréf frá nefndinni og nokkurra embættismanna til útgáfu á vegum Sögufélags. Út komu tvö bindi, hið fyrra árið 1958 og síðara 1961. Undirbúningur hélt áfram að útgáfu […]

Heimildir og skrár

Í tengslum við útgáfu bréfanna í prentútgáfu þeirra eru birtar margvíslegar skrár, m.a. skammstafanaskrár og skrár yfir hugtök og orðskýringar. Ítarlegar skýringar er einnig að finna neðanmáls í bréfunum. Efnisorð, mannanöfn og staðarnöfn fylgja hverju bindi. Eftir því sem verkinu vindur fram verða þessar skrár einnig gerðar aðgengilegar á vefnum fyrir verkið í heild.   […]

Rannsóknir

Heildarsafn skjala frá Landsnefndinni fyrri er komið út í sex bindum. Fyrstu tvö bindin komu út á árinu 2016 og  næstu fjögur bindi á árunum 2017 til 2022. Rannsóknir tengdar skjalasafninu eru birtar í hverri bók og er leitað bæði í smiðju sagnfræði, skjalfræði og málsögu. Greinar sem birtar eru í bókunum eru bæði á […]