Tilskipun

ForordningNefndin og fyrirhuguð störf hennar hér á landi voru kynnt fyrir Íslendingum með tilskipun 15. maí 1770. Jafnframt var ákveðið að landinu yrði skipt í tvö ömt og að stiftamtmaður skyldi hafa fasta búsetu á Íslandi sem var einn liður í þeim umbótum á stjórnarháttum sem áttu sér stað á þessum tíma. Tilskipunin var bæði gefin út á dönsku og íslensku sem var mjög fátítt þá og sýnir að ráðamenn í Danmörku hafa lagt töluverða áherslu á að ná til almennings í landinu en ekki eingöngu embættismanna. Í tilskipuninni voru landsmenn hvattir til að aðstoða nefndarmenn eftir megni og láta í ljós hvað eina sem þeir teldu að kynni að verða landinu til gagns og nytsemdar.