Skönnun skjalanna

Allt skjalasafn Landsnefndarinnar fyrri hefur verið skannað. Það var gert af Ríkisskjalasafni Danmerkur. Safnið er gert aðgengilegt á vefsíðunni landsnefndin.is, þar sem hægt er að skoða það eftir nokkrum mismunandi leiðum. Í fyrsta lagi er hægt að nálgast og skoða skjalasafnið í upprunaröð þess eins og það myndaðist hjá nefndinni. Í öðru lagi skoða bréf frá landsmönnum flokkuð eftir bréfriturum, þá í landfræðilegri röð og að lokum sérstaklega þau bréf sem nefndin vann sjálf upp úr athugunum sínum á Íslandi.