Þingeyjarsýsla

Um verkefnið

Fyrir meira en hálfri öld hófst löng vegferð, vinna við að gefa út skjöl Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771, þegar Bergsteinn Jónsson síðar prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands bjó bréf frá nefndinni og nokkurra embættismanna til útgáfu á vegum Sögufélags. Út komu tvö bindi, hið fyrra árið 1958 og síðara 1961. Undirbúningur hélt áfram að útgáfu […]

Heimildir og skrár

Í tengslum við útgáfu bréfanna í prentútgáfu þeirra eru birtar margvíslegar skrár, m.a. skammstafanaskrár og skrár yfir hugtök og orðskýringar. Ítarlegar skýringar er einnig að finna neðanmáls í bréfunum. Efnisorð, mannanöfn og staðarnöfn fylgja hverju bindi. Eftir því sem verkinu vindur fram verða þessar skrár einnig gerðar aðgengilegar á vefnum fyrir verkið í heild.   […]

Rannsóknir

Heildarsafn skjala frá Landsnefndinni fyrri er komið út í sex bindum. Fyrstu tvö bindin komu út á árinu 2016 og  næstu fjögur bindi á árunum 2017 til 2022. Rannsóknir tengdar skjalasafninu eru birtar í hverri bók og er leitað bæði í smiðju sagnfræði, skjalfræði og málsögu. Greinar sem birtar eru í bókunum eru bæði á […]