Þátttakendur

Verkefnið er unnið í samstarfi Þjóðskjalasafns Íslands, Sögufélags og Ríkisskjalasafns Danmerkur. Samráðsnefnd þessara aðila skipa Hrefna Róbertsdóttir, Helgi Skúli Kjartansson og Steen Ousager. Frá 2018 tók Ole Magnus Mølbak Andersen við sæti Ousagers í samráðsnefndinni. Ritstjórar eru Hrefna Róbertsdóttir og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir, en með þeim vinna einnig Jóhannes B. Sigtryggsson, Leon Jespersen og Christina Folke Ax. Fjölmargir aðrir koma að einstökum verkþáttum útgáfunnar og er þeirra allra getið í bókunum.