Ráðstefnur

Þrjár ráðstefnur hafa verið haldnar í tengslum við Landsnefndarverkefnið. Sú fyrsta var í Reykjavík 12. nóvember 2016. Þar voru kynntar athuganir sem farið hafa fram á Landsnefndarskjölunum til þessa. Vefsíða með myndum af öllum frumskjölum úr safni Landsnefndarinnar var opnuð við það tækifæri. Önnur ráðstefna var í Kaupmannahöfn 13. september 2018 í tilefni af útkomu þriðja bindis Landsnefndarinnar og aldarafmælis sambandslaga Íslands og Danmerkur frá 1918. Þriðja ráðstefnan var haldin í Reykjavík 15. september 2022 þegar öll sex bindi Landsnefndarinnar voru komin út.