Tímalína

 1. Kaupmannahöfn

  20/03/1770

  Landsnefndin fyrri var stofnuð 20. mars til að rannsaka landshagi á Íslandi.

 2. Kaupmannahöfn

  23/03/1770

  Tilskipun um nefndina var gefin út 15. maí og prentuð á íslensku og dönsku í 2600 eintökum.

 3. Kaupmannahöfn

  22/05/1770

  Erindisbréf var gefið út 22. maí, þar sem tilgreind eru fjölmörg mál sem nefndin átti að taka til skoðunar. 

 4. Nýhöfn

  31/05/1770

  Nefndarmenn leggja af stað frá Kaupmannahöfn 31. maí í fjögurra vikna siglingu.

 5. Krýsuvík og Eyrarbakki

  31/05/1770

  Sumarið byrjaði með leiðangri til Krýsuvíkur og Eyrarbakka, með viðkomu á Hrauni í Ölfusi. 

 6. Arnarhóll í Reykjavík

  11/06/1770

  Vestfjarðaferð undirbúin. Vegna veikinda varð Andreas Holt eftir. 

 7. Leirá í Borgarfirði

  15/06/1770

  Þegar komið var í Borgarfjörð kenndi Windekilde sér meins og hætti við Vestfjarðaför. 

 8. Hafnarfjörður

  27/06/1770

  Nefndarmenn taka land í Hafnarfirði 27. júní. Í för með þeim var nýr stiftamtmaður yfir Íslandi, Lauritz Thodal.    

 9. Arnarhóll

  28/06/1770

  Nefndarmenn dvelja á Arnarhóli í Reykjavík 27. júní til 13. júlí. Þaðan rituðu þeir embættismönnum landsins bréf. 

 10. Reykhólar í Barðastrandarsýslu

  29/06/1770

  Þorkell Fjeldsted hélt för áfram og rannsakaði möguleika á saltvinnslu á Reykhólum. Á leiðinni gisti hann m.a. á Ljárskógum við Hvammsfjörð. 

 11. Reykjanes við Ísafjarðardjúp.

  04/07/1770

  Þorkell Fjeldsted kannaði hverasvæðið  á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Hann gisti m.a. á Kirkjubóli. 

 12. Alþingi á Þingvöllum

  11/07/1770

  Að ferð lokinni hitti Þorkell samnefndarmenn sína á Þingvöllum þar sem Alþingi stóð yfir.    

 13. Þingvellir

  13/07/1770

  Nefndarmenn dvöldu á Alþingi á Þingvöllum 13. júlí til 30. júlí. Þar kynntust þeir flestum embættismönnum landsins og héldu gestaboð.    

 14. Skálholt

  14/07/1770

  Að loknu Alþingi héldu nefndarmenn í Skálholt til fundar við biskup. 

 15. Arnarhóll í Reykjavík

  30/07/1770

  30. júlí héldu nefndarmenn uppboð á hestum sínum og öðrum eigum og fóru að huga að brottför til Danmerkur. 

 16. Kalmanstunga í Borgarfirði

  31/07/1770

  Fyrsti gististaður nefndarmanna á leið þeirra norður í land. 

 17. Mælifell í Skagafirði

  03/08/1770

  Fóru erfiða ferð yfir Arnarvatnsheiði og Stórasand. 

 18. Akureyri

  04/08/1770

  Leiðir skildi í Skagafirði og Andreas Holt og Thomas Windekilde fóru til Eyjafjarðar. Þeir gistu m.a. á Silfrastöðum í Skagafirði, á Bakka í Öxnadal og Myrká í Hörgárdal.    

 19. Ólafsfjörður og Siglufjörður

  05/08/1770

  Þorkell Fjeldsted fór áfram einn síns liðs til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. 

 20. Hólar í Hjaltadal

  06/08/1770

  Eyjólfur Jónsson, ritari nefndarinnar, varð eftir á Hólum við stjörnuskoðun 3.-17. ágúst,  á meðan leiðangursmenn héldu lengra norður. 

 21. Hólmshöfn við Reykjavík

  15/08/1770

  Skipið sem Landsnefndin sigldi með  lagði úr höfn við Reykjavík 15. ágúst 1771. Þá höfðu þeir dvalið í landinu í rúmt ár.    

 22. Hólar í Hjaltadal

  17/08/1770

  Nefndarmenn söfnuðust saman á Hólum aftur áður en haldið var suður á ný. 

 23. Grímstunga í Vatnsdal

  18/08/1770

  Nefndin tók hús á Grímstungubændum. Síðar bárust allmörg bréf Vatnsdal, svo heimsókn nefndarinnar hefur haft áhrif. 

 24. Kalmanstunga í Borgarfirði

  19/08/1770

  Aftur lögðu nefndarmenn á Arnarvatnsheiðina og gistu á ný í Kalmanstungu á suðurleiðinni. 

 25. Þingeyrar

  20/08/1770

  Fyrsti gististaður á suðurleið var á Þingeyrum hjá Bjarna Halldórssyni sýslumanni. 

 26. Arnarhóll í Reykjavík

  30/08/1770

  Í lok ágúst voru þeir komnir til Reykjavíkur á ný og höfðu vegna slæms veðurs þurft að hætta við að heimsækja nokkra staði. 

 27. Arendal í Noregi

  31/08/1770

  Eftir 17 daga siglingu tók skip landsnefndarmanna höfn í Arendal í Noregi. Þar fór Andreas Holt í land og fór landleiðina til Kaupmannahafnar. 

 28. Arnarhóll í Reykjavík

  11/09/1770

  Veturseta við störf á Arnarhóli í Reykjavík. 

 29. Kaupmannahöfn

  12/09/1770

  Thomas Windekilde og Þorkell Fjeldsted komu til Kaupmannahafnar 12. september. Nefndin hélt áfram vinnu við úrvinnslu gagna sem safnast höfðu í ferðinni til Íslands. 

 30. Eyrarbakki

  30/09/1770

  Á haustdögum skruppu nefndarmenn til Eyrarbakka, en þar hafði Windekilde áður verið kaupmaður. 

Um verkefnið

Fyrir meira en hálfri öld hófst löng vegferð, vinna við að gefa út skjöl Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771, þegar Bergsteinn Jónsson síðar prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands bjó bréf frá nefndinni og nokkurra embættismanna til útgáfu á vegum Sögufélags. Út komu tvö bindi, hið fyrra árið 1958 og síðara 1961. Undirbúningur hélt áfram að útgáfu […]

Heimildir og skrár

Í tengslum við útgáfu bréfanna í prentútgáfu þeirra eru birtar margvíslegar skrár, m.a. skammstafanaskrár og skrár yfir hugtök og orðskýringar. Ítarlegar skýringar er einnig að finna neðanmáls í bréfunum. Efnisorð, mannanöfn og staðarnöfn fylgja hverju bindi. Eftir því sem verkinu vindur fram verða þessar skrár einnig gerðar aðgengilegar á vefnum fyrir verkið í heild.   […]

Rannsóknir

Heildarsafn skjala frá Landsnefndinni fyrri verður gefið út í sex bindum. Fyrstu tvö bindin komu út á árinu 2016 og er fyrirhugað að næstu fjögur bindi komi á árunum 2017 og 2018. Rannsóknir tengdar skjalasafninu eru birtar í hverri bók og er leitað bæði í smiðju sagnfræði, skjalfræði og málsögu. Greinar sem birtar eru í […]