Styrktaraðilar

Þjóðskjalasafn Íslands, Sögufélag og Ríkisskjalasafn Danmerkur standa sameiginlega að bókaútgáfunni og vefsíðunni og fjármagna verkefnið. Það hefði þó ekki tekist án veglegra styrkja. Styrkir til uppskrifta texta og frumvinnu hafa fengist frá Rannís. Stór útgáfustyrkur frá Augustinusarsjóðnum í Danmörku hefur gert það mögulegt að gefa bækurnar út. Án þessara framlaga hefði verkefnið ekki orðið að veruleika og er styrktaraðilum þakkað mikilsvert framlag.