Vefsíðan

Vefsíða með skjölum Landsnefndarinnar fyrri var opnuð 12. nóvember 2016. Á henni eru birtar myndir af öllum frumskjölum nefndarinnar sem eru afrakstur úr rannsóknarleiðangri hennar til Íslands á árunum 1770–1771. Einnig er þar að finna sögulegar upplýsingar um Landsnefndina, ferðir hennar um landið, upplýsingar um rannsóknir sem byggjast á skjölum nefndarinnar, ítarefni og hugtakaskýringar sem tengjast 18. aldar samfélaginu og annan fróðleik og skýringarefni. Eftir því sem verkefninu vindur fram verða textar bréfanna birtir á vefnum í tengslum við myndirnar.