Hvað fannst nefndinni?

Landsnefndin fyrri dvaldi á Íslandi í eitt og hálft ár. Hún hafði fast aðsetur á Arnarhóli og fór til þings á Þingvöllum sumrin 1770 og 1771. Hún ferðaðist víða, hitti fólk og safnaði saman bréfum og greinargerðum á ferðum sínum. Bréf, fundargerðir, útdrættir, reikningar og margvísleg önnur gögn eru varðveitt í tengslum við störf hennar að umbótum á Íslandi. Tillaga að nýrri landsagatilskipun var samin og óskað sérstaklega eftir áliti embættismanna á henni. Eftir að til Kaupmannahafnar kom hélt nefndin áfram störfum og ýmsar tillögur að reglugerðum og ákvörðunum voru lagðar fyrir konung.