Í tengslum við útgáfu bréfanna í prentútgáfu þeirra eru birtar margvíslegar skrár, m.a. skammstafanaskrár og skrár yfir hugtök og orðskýringar. Ítarlegar skýringar er einnig að finna neðanmáls í bréfunum. Efnisorð, mannanöfn og staðarnöfn fylgja hverju bindi. Eftir því sem verkinu vindur fram verða þessar skrár einnig gerðar aðgengilegar á vefnum fyrir verkið í heild.