Erindisbréf

kort af Seltjarnarnesi eftir Þork. Fjeldsted. Myndaörk, bindi I, bls. iv-v.Verkefni Landsnefndarinnar eða þau málefni sem hún átti að rannsaka sérstaklega voru útlistuð ítarlega í erindisbréfi hennar sem gefið var út 22. maí 1770. Það var í 18 greinum og segir nákvæmlega fyrir um hver verkefnin skyldu vera og er því einkar mikilvæg heimild um starfsemi nefndarinnar auk þess að gefa góða innsýn í hvaða hugmyndir stjórnin hafði um framfarir á Íslandi. Málefnin voru í stuttu máli: fólksfjöldi, læknar og ljósmæður, fiskveiðar og fiskverkun, frjáls verslun, kornmölun og kvarnarsteinar, kornrækt, búfjárrækt, jarðabók og sala konungsjarða, skipting landsins í tvö ömt, landvarnir, Innréttingarnar og handverk, steinefni, vegabætur, launverslun og önnur mál sem hverjum og einum hugnaðist að skrifa um.