Tímalína

 1. Kaupmannahöfn

  20/03/1770

  Landsnefndin fyrri var stofnuð 20. mars til að rannsaka landshagi á Íslandi.

 2. Kaupmannahöfn

  23/03/1770

  Tilskipun um nefndina var gefin út 15. maí og prentuð á íslensku og dönsku í 2600 eintökum.

 3. Kaupmannahöfn

  22/05/1770

  Erindisbréf var gefið út 22. maí, þar sem tilgreind eru fjölmörg mál sem nefndin átti að taka til skoðunar. 

 4. Nýhöfn

  31/05/1770

  Nefndarmenn leggja af stað frá Kaupmannahöfn 31. maí í fjögurra vikna siglingu.

 5. Krýsuvík og Eyrarbakki

  31/05/1770

  Sumarið byrjaði með leiðangri til Krýsuvíkur og Eyrarbakka, með viðkomu á Hrauni í Ölfusi. 

 6. Arnarhóll í Reykjavík

  11/06/1770

  Vestfjarðaferð undirbúin. Vegna veikinda varð Andreas Holt eftir. 

 7. Leirá í Borgarfirði

  15/06/1770

  Þegar komið var í Borgarfjörð kenndi Windekilde sér meins og hætti við Vestfjarðaför. 

 8. Hafnarfjörður

  27/06/1770

  Nefndarmenn taka land í Hafnarfirði 27. júní. Í för með þeim var nýr stiftamtmaður yfir Íslandi, Lauritz Thodal.    

 9. Arnarhóll

  28/06/1770

  Nefndarmenn dvelja á Arnarhóli í Reykjavík 27. júní til 13. júlí. Þaðan rituðu þeir embættismönnum landsins bréf. 

 10. Reykhólar í Barðastrandarsýslu

  29/06/1770

  Þorkell Fjeldsted hélt för áfram og rannsakaði möguleika á saltvinnslu á Reykhólum. Á leiðinni gisti hann m.a. á Ljárskógum við Hvammsfjörð. 

 11. Reykjanes við Ísafjarðardjúp.

  04/07/1770

  Þorkell Fjeldsted kannaði hverasvæðið  á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp. Hann gisti m.a. á Kirkjubóli. 

 12. Alþingi á Þingvöllum

  11/07/1770

  Að ferð lokinni hitti Þorkell samnefndarmenn sína á Þingvöllum þar sem Alþingi stóð yfir.    

 13. Þingvellir

  13/07/1770

  Nefndarmenn dvöldu á Alþingi á Þingvöllum 13. júlí til 30. júlí. Þar kynntust þeir flestum embættismönnum landsins og héldu gestaboð.    

 14. Skálholt

  14/07/1770

  Að loknu Alþingi héldu nefndarmenn í Skálholt til fundar við biskup. 

 15. Arnarhóll í Reykjavík

  30/07/1770

  30. júlí héldu nefndarmenn uppboð á hestum sínum og öðrum eigum og fóru að huga að brottför til Danmerkur. 

 16. Kalmanstunga í Borgarfirði

  31/07/1770

  Fyrsti gististaður nefndarmanna á leið þeirra norður í land. 

 17. Mælifell í Skagafirði

  03/08/1770

  Fóru erfiða ferð yfir Arnarvatnsheiði og Stórasand. 

 18. Akureyri

  04/08/1770

  Leiðir skildi í Skagafirði og Andreas Holt og Thomas Windekilde fóru til Eyjafjarðar. Þeir gistu m.a. á Silfrastöðum í Skagafirði, á Bakka í Öxnadal og Myrká í Hörgárdal.    

 19. Ólafsfjörður og Siglufjörður

  05/08/1770

  Þorkell Fjeldsted fór áfram einn síns liðs til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. 

 20. Hólar í Hjaltadal

  06/08/1770

  Eyjólfur Jónsson, ritari nefndarinnar, varð eftir á Hólum við stjörnuskoðun 3.-17. ágúst,  á meðan leiðangursmenn héldu lengra norður. 

 21. Hólmshöfn við Reykjavík

  15/08/1770

  Skipið sem Landsnefndin sigldi með  lagði úr höfn við Reykjavík 15. ágúst 1771. Þá höfðu þeir dvalið í landinu í rúmt ár.    

 22. Hólar í Hjaltadal

  17/08/1770

  Nefndarmenn söfnuðust saman á Hólum aftur áður en haldið var suður á ný. 

 23. Grímstunga í Vatnsdal

  18/08/1770

  Nefndin tók hús á Grímstungubændum. Síðar bárust allmörg bréf Vatnsdal, svo heimsókn nefndarinnar hefur haft áhrif. 

 24. Kalmanstunga í Borgarfirði

  19/08/1770

  Aftur lögðu nefndarmenn á Arnarvatnsheiðina og gistu á ný í Kalmanstungu á suðurleiðinni. 

 25. Þingeyrar

  20/08/1770

  Fyrsti gististaður á suðurleið var á Þingeyrum hjá Bjarna Halldórssyni sýslumanni. 

 26. Arnarhóll í Reykjavík

  30/08/1770

  Í lok ágúst voru þeir komnir til Reykjavíkur á ný og höfðu vegna slæms veðurs þurft að hætta við að heimsækja nokkra staði. 

 27. Arendal í Noregi

  31/08/1770

  Eftir 17 daga siglingu tók skip landsnefndarmanna höfn í Arendal í Noregi. Þar fór Andreas Holt í land og fór landleiðina til Kaupmannahafnar. 

 28. Arnarhóll í Reykjavík

  11/09/1770

  Veturseta við störf á Arnarhóli í Reykjavík. 

 29. Kaupmannahöfn

  12/09/1770

  Thomas Windekilde og Þorkell Fjeldsted komu til Kaupmannahafnar 12. september. Nefndin hélt áfram vinnu við úrvinnslu gagna sem safnast höfðu í ferðinni til Íslands. 

 30. Eyrarbakki

  30/09/1770

  Á haustdögum skruppu nefndarmenn til Eyrarbakka, en þar hafði Windekilde áður verið kaupmaður. 

 31. Verslunartillögur Skúla Magnússonar landfógeta frá 1767 ásamt minnisblaði um sama 3.3.1770. Lit. A. N° 1.

  08/11/2016

 32. Útdráttur úr athugasemdum við reikninga Jarðabókarsjóðs fyrir árið 1765 um hákarlaveiðar ásamt bréfi Ólafs Stephensens amtmanns um veiðarnar 24.8.1768. Lit. A. N° 2.

  08/11/2016

 33. Afrit af bréfi Dines Jespersens kaupmanns til Ólafs Stephensens amtmanns um fiskveiðar Íslendinga og erlendra þjóða við Ísland 5.6.1769. Lit. A. N° 3.

  08/11/2016

 34. Útdráttur úr bréfi Hermans Aystrups kaupmanns til Ólafs Stephensens amtmanns um fiskveiðar erlendra þjóða fyrir Vestfjörðum 30.6.1769. Lit. A. N° 4.

  08/11/2016

 35. Afrit af bréfi Jóns Grímssonar garðyrkjumanns til rentukammers um ferðir hans á Íslandi og launamál hans 27.7.1769. Lit. A. N° 5.

  08/11/2016

 36. Afrit af bréfi Ólafs Stephensens amtmanns til stiftamtmanns um brennivínsinnflutning og ofnotkun þess 7.8.1769. Lit. A. N° 6.

  08/11/2016

 37. Afrit af bréfi Ólafs Stephensens amtmanns til rentukammers um siglingu erlendra skipa hér við land 5.9.1769. Lit. A. N° 7.

  08/11/2016

 38. Afrit af bréfi Prøcks stiftamtmanns til rentukammers um að dregið verði úr innflutningi á brennivíni 30.9.1769. Lit. A. N° 8.

  08/11/2016

 39. Afrit af bréfi Rosenkrantz og fleiri manna hjá Almenna verslunarfélaginu til rentukammers gegn tillögum Ólafs Stephensens um minni brennivínsinnflutning 22.11.1769. Lit. A. N° 9.

  08/11/2016

 40. Afrit af bréfi Jóns Ólafssonar varalögmanns til rentukammers varðandi fjárpestina 25.11.1769. Lit. A. N° 10.

  08/11/2016

 41. Útdráttur úr bréfi frá „Directeurerne for det Islandske Compagnie“ um siglingu erlendra skipa inn á Ísafjörð 16.5.1770. Lit. A. N° 11.

  08/11/2016

 42. Bréfabók Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771. Lit. B. N° 1–50.

  08/11/2016

 43. Gerðabók embættismannafundar á Alþingi 20.7.1770 (deliberations protocol). Lit. C.

  08/11/2016

 44. Manntalstafla yfir Skálholtsstifti 1769 frá Finni Jónssyni biskupi [án dags. 1770]. Lit. D. [N° 1].

  08/11/2016

 45. Manntalstafla yfir Hólastifti 1769 frá Gísla Magnússyni biskupi 17.8.1770. Lit. D. [N° 2].

  08/11/2016

 46. Sveinn Sölvason lögmaður fjallar um skiptingu landsins í tvö ömt 8.9.1770. Lit. E.

  08/11/2016

 47. Séra Halldór Finnsson og séra Jón Teitsson í Gaulverjabæ skrifa um bjargræðisvegina 9.11.1770. Lit. F.

  08/11/2016

 48. Finnur Jónsson biskup ritar greinargerð um hnignandi hag kirkju og kennimanna 20.11.1770. Lit. G. N° 1.

  08/11/2016

 49. Greinargerð þar sem Finnur biskup svarar öllum greinum erindisbréfs Landsnefndarinnar [án dags. 1770]. Lit. G. N° 2.

  08/11/2016

 50. Þorsteinn Magnússon sýslumaður fjallar um leiðir til viðreisnar landinu 12.11.1770. Lit. H.

  08/11/2016

 51. Séra Guðlaugur Sveinsson á Kirkjubóli gerir grein fyrir höfnum í nyrðri hluta Ísafjarðarsýslu 10.10.1770. Lit. J. N° 1.

  08/11/2016

 52. Séra Guðlaugur Sveinsson á Kirkjubóli skrifar um aga vinnuhjúa 11.10.1770. Lit. J. N° 2.

  08/11/2016

 53. Dönsk þýðing bréfa lit. J. N° 1–2.

  08/11/2016

 54. Björn Markússon lögmaður ritar greinargerð um réttarfar, almennar endurbætur á hag landsins og skiptingu þess í tvö ömt 23.12.1770. Lit. K.

  08/11/2016

 55. Bændur og hjáleigumenn á Akranesi skrifa um mannslán 11.10.1770. Lit. L.

  08/11/2016

 56. Fyrrverandi handverksmenn við Innréttingarnar skýra frá bágindum sínum 7.1.1771. Lit. M. N° 1.

  08/11/2016

 57. Franz Illugason fyrrverandi vefari við Innréttingarnar lýsir aðstæðum sínum 10.1.1771. Lit. M. N° 2.

  08/11/2016

 58. Greinargerð um jarðeignir konungs á Íslandi árið 1770 tekin saman af Skúla Magnússyni landfógeta [án dags. 1770/1771]. Lit. N.

  08/11/2016

 59. Skrá yfir fædda og dána í Garða- og Bessastaðasóknum 1761–1770 frá séra Guðlaugi Þorgeirssyni í Görðum 23.1.1771. Lit. O.

  08/11/2016

 60. Bjarni Halldórsson sýslumaður skrifar um verslun, úthafnir, sölu konungsjarða og fleira 30.10.1770. Lit. P. N° 1.

  08/11/2016

 61. Bjarni Halldórsson sýslumaður skrifar um fiskveiðar og lausamenn 30.10.1770. Lit. P. N° 2.

  08/11/2016

 62. Bjarni Halldórsson sýslumaður skrifar um fiskveiðar í sjó og lax- og silungsveiði í ám og vötnum 30.10.1770. Lit. P. N° 3.

  08/11/2016

 63. Bjarni Halldórsson sýslumaður skrifar um fólksfjölda, byggingu eyðijarða og fjárpestina 30.10.1770. Lit. P. N° 4.

  08/11/2016

 64. Ólafur Stephensen amtmaður skrifar um róðraskyldu hjáleigumanna 7.2.1771. Lit. Q.

  08/11/2016

 65. Björn Markússon lögmaður fjallar um skiptingu landsins í tvö ömt 5.1.1771. Lit. R. [N° 1].

  08/11/2016

 66. Björn Markússon lögmaður ritar álitsgerð um tíundargreiðslur 5.1.1771. Lit. R. [N° 2].

  08/11/2016

 67. Sveinn Sölvason lögmaður skrifar um landsaga, efnahagslíf, réttarfar og fleira 2.10.1770. Lit. S. N° 1.

  08/11/2016

 68. Sveinn Sölvason lögmaður ritar álitsgerð um hag landsins, skatta og leigukúgildi 2.10.1770. Lit. S. N° 2.

  08/11/2016

 69. Óundirrituð álitsgerð um húsaga, brúðkaup og jarðarfarir ásamt fleiru [án dags.] 1770. Lit. T. N° 1.

  08/11/2016

 70. Bjarni Högnason, bóndi á Tjörnum við Eyjafjöll, sendir tillögur til viðreisnar landinu 3.12.1770. Lit. T. N° 2.

  08/11/2016

 71. Jón Ólafsson varalögmaður ritar álitsgerð um hag landsins og ráð til úrbóta 23.11.1770. Lit. U.

  08/11/2016

 72. Séra Vigfús Jónsson í Miklaholti skrifar um húsaga og hreppstjórn ásamt fleiru 31.1.1771. Lit. V.

  08/11/2016

 73. Skrá yfir fædda og dána í Seltjarnarnesþingum 1760–1769 frá séra Árna Þórarinssyni 28.1.1771. Lit. X. N° 1.

  08/11/2016

 74. Séra Eiríkur Guðmundsson á Stað í Hrútafirði skrifar um verslun og atvinnu 20.12.1770. Lit. X. N° 2.

  08/11/2016

 75. Séra Árni Þórarinsson á Lambastöðum ritar álitsgerð um hérað sitt 12.2.1771. Lit. Y.

  08/11/2016

 76. Ólafur Stephensen amtmaður áréttar skoðanir sínar um róðraskyldu hjáleigumanna 21.2.1771. Lit. Z. N° 1.

  08/11/2016

 77. Útdráttur úr greinargerð lit. JJ frá Ólafi Stephensen amtmanni um fólksfjölda á Íslandi á 18. öld [án dags. 1771]. Lit. Z. N° 2.

  08/11/2016

 78. Einar Magnússon, umboðsmaður Miðfjarðarjarða, ritar álitsgerð um viðreisn landsins [án dags. 1771]. Lit. AA. N° 1.

  08/11/2016

 79. Ólafur Jónsson og Bjarni Guðbrandsson, hreppstjórar í Miðfirði, rita greinargerð sem þeir nefna „Íslands skaði og viðrétting“ [án dags. 1771]. Lit. AA. N° 2.

  08/11/2016

 80. Magnús Ketilsson sýslumaður ritar greinargerð um viðreisn Íslands [án dags. 1771]. Lit. BB.

  08/11/2016

 81. Hreppstjórar og bændur á Álftanesi kvarta yfir versluninni í Hafnarfirði 1.2.1771. Lit. CC.

  08/11/2016

 82. Séra Guðlaugur Sveinsson á Kirkjubóli sendir ritgerð sem hann nefnir „Um garðlag“ 30.11.1770. Lit. DD.

  08/11/2016

 83. Björn Jónsson lyfsali skrifar um akuryrkju á Íslandi 12.3.1771. Lit. EE.

  08/11/2016

 84. Björn Markússon lögmaður fjallar um spítalana á Íslandi [án dags. 1771]. Lit. FF. N° 1.

  08/11/2016

 85. Björn Markússon lögmaður skrifar um fátækramálin á Íslandi [án dags. 1771]. Lit. FF. N° 2.

  08/11/2016

 86. Bjarni Pálsson landlæknir skrifar um meðul gegn fjárpestinni 14.3.1771. Lit. GG.

  08/11/2016

 87. Brynjólfur Sigurðsson sýslumaður skrifar um kornmölun, kornrækt, laxveiðar og fleira 28.2.1771. Lit. HH. N° 1.

  08/11/2016

 88. Brynjólfur Sigurðsson sýslumaður svarar helstu spurningum Landsnefndarinnar 28.1.1771. Lit. HH. N° 2.

  08/11/2016

 89. Ólafur Stephensen amtmaður ritar greinargerð þar sem hann ræðir ýmsar viðreisnarhugmyndir [án dags. 1771]. Lit. JJ.

  08/11/2016

 90. Björn Markússon lögmaður gerir tilraun til uppkasts að nýrri landsagatilskipun fyrir Ísland [án dags. 1771]. Lit. KK.

  08/11/2016

 91. Ólafur Stephensen amtmaður fjallar um frjálsa verslun 25.3.1771. Lit. LL.

  09/11/2016

 92. Finnur Jónsson biskup skrifar um fólksfjöldann á Íslandi [án dags. 1771]. Lit. MM.

  09/11/2016

 93. Oddur Hjaltalín og Níels Jónsson, hreppstjórar og lögréttumenn, skrifa um úrræði til hagsbóta fyrir land og þjóð 30.3.1771. Lit. NN.

  09/11/2016

 94. Séra Vigfús Jónsson í Hítardal skrifar um fólksfjölda og rekur sögu verslunar í landinu [án dags. 1770/1771]. Lit. OO.

  09/11/2016

 95. Fimm menn á Seltjarnarnesi skrifa um byggingu leigujarða, kjör húsmanna og fleira 30.3.1771. Lit. PP.

  09/11/2016

 96. Jón Jakobsson sýslumaður skrifar um fjárpestina 3.2.1771. Lit. QQ. N° 1.

  09/11/2016

 97. Jón Jakobsson sýslumaður skrifar um verslun 3.2.1771. Lit. QQ. N° 2.

  09/11/2016

 98. Ólafur Stephensen amtmaður segir álit sitt á skiptingu landsins í tvö ömt 17.4.1771. Lit. RR.

  09/11/2016

 99. „Íslands fátæklingar“ skýra frá kjörum sínum 16.4.1771. Lit. SS.

  09/11/2016

 100. Greinargerð um Innréttingarnar samin af Skúla Magnússyni landfógeta 30.3.1771. Lit. TT.

  09/11/2016

 101. Séra Guðlaugur Þorgeirsson í Görðum á Álftanesi fjallar um húsaga, barnauppeldi, búskap og verslun 1.5.1771. Lit. UU. N° 1.

  09/11/2016

 102. Séra Guðlaugur Þorgeirsson í Görðum á Álftanesi fjallar um húsaga, barnauppeldi, búskap og verslun 1.5.1771. Lit. UU. N° 1.

  09/11/2016

 103. Séra Guðlaugur Þorgeirsson í Görðum á Álftanesi sendir álitsgerð um spítalana [1.5.1771]. Lit. UU. N° 2

  09/11/2016

 104. Starfsmenn við Innréttingarnar fjalla um ásigkomulag vefsmiðjanna og kjör sín 2.5.1771. Lit. VV.

  09/11/2016

 105. Finnur Jónsson biskup ritar greinargerð um verslun, fiskveiðar, jarðeignir og fleira 20.4.1771. Lit. XX. N° 1.

  09/11/2016

 106. Séra Kolbeinn Þorsteinsson í Miðdal skrifar um fjárpestina 27.4.1771. Lit. XX. N° 2.

  09/11/2016

 107. Hans J. Klingenberg á Krossi á Akranesi skrifar um réttarfar 9.4.1771. Lit. XX. N° 3.

  09/11/2016

 108. Hreppstjórar á Akranesi skrifa um sveitarþyngsli 11.5.1771. Lit. XX. N° 4.

  09/11/2016

 109. Hreppstjórar í Mosfellssveit skrifa um hag sveitarinnar 7.5.1771. Lit. XX. N° 5.

  09/11/2016

 110. Bjarni Pálsson landlæknir skrifar um íslenskar nytjajurtir og lækningajurtir 14.5.1771. Lit. YY. N° 1.

  09/11/2016

 111. Hreppstjórar og bændur í Biskupstungum og Hreppum skrifa um skemmdir á jörðum og jarðaafgjöld [án dags.] 1771. Lit. YY. N° 2.

  09/11/2016

 112. Þórður Sighvatsson og Jóhann Níelsson bændur skrifa um hreppstjórn og tolla 11.5.1771. Lit. YY. N° 3.

  09/11/2016

 113. Séra Þorsteinn Pétursson á Staðarbakka ritar greinargerð sem hann nefnir „Landbetrunarþanka nýfundingar“ [án dags. 1770/1771]. Lit. ZZ. N° 1.

  09/11/2016

 114. Hreppstjórar og bændur í Viðvíkursveit fjalla um kjör sín 8.4.1771. Lit. ZZ. N° 2.

  09/11/2016

 115. Illugi Jónsson, bóndi á Bjarnastöðum, skýrir frá högum sínum 20.4.1771. Lit. ZZ. N° 3.

  09/11/2016

 116. Jón Ólafsson, hreppstjóri í Réttarholti, skýrir frá högum sínum 23.4.1771. Lit. ZZ. N° 4.

  09/11/2016

 117. Bjarni Jónsson og Eiríkur Hallgrímsson, hreppstjórar í Skriðuhreppi, senda tillögur til úrbóta 8.4.1771. Lit. ZZ. N° 5.

  09/11/2016

 118. Hreppstjórar í Seyluhreppi skrifa um hag sveitarinnar 15.4.1771. Lit. ZZ. N° 6.

  09/11/2016

 119. Jón Jónsson, bóndi á Efstalandi í Öxnadal, skýrir frá hag alþýðu og fátækt [án dags.] 1771. Lit. ZZ. N° 7.

  09/11/2016

 120. Hreppstjórar í Sauðárhreppi rita álitsgerð um viðreisn landsins 10.4.1771. Lit. ZZ. N° 8.

  09/11/2016

 121. Þorleifur Claus Brynjólfsson, hreppstjóri í Akrahreppi, ritar álitsgerð um viðreisn landsins 14.3.1771. Lit. ZZ. N° 9.

  09/11/2016

 122. Séra Eiríkur Guðmundsson á Stað í Hrútafirði skrifar um kjör presta ásamt fleiru 10.4.1771. Lit. ZZ. N° 10.

  09/11/2016

 123. Hreppstjórar og bændur á jörðum Gaulverjabæjar- og Skálholtskirkna skrifa um kjör sín 1.5.1771. Lit. ZZ. N° 11[a].

  09/11/2016

 124. Bændur og hjáleigumenn á jörðum Gaulverjabæjarkirkju skrifa um kjör sín 3.6.1771. Lit. ZZ. N° 11[b].

  09/11/2016

 125. Sveinn Sölvason lögmaður skrifar um nýja landsagatilskipun fyrir landið 30.3.1771. Lit. Aa. N° 1[a].

  09/11/2016

 126. Sveinn Sölvason lögmaður fjallar um skiptingu landsins í tvö ömt 30.3.1771. Lit. Aa. N° 1[b].

  09/11/2016

 127. Jón Benediktsson sýslumaður svarar helstu spurningum Landsnefndarinnar 3.4.1771. Lit. Aa. N° 2[a].

  09/11/2016

 128. Jón Benediktsson sýslumaður skrifar um Sprengisandsleið 3.4.1771. Lit. Aa. N° 2[b].

  09/11/2016

 129. Nánari skýringar með manntalstöflu frá Gísla Magnússyni biskupi 22.4.1771. Lit. Aa. N° 3.

  09/11/2016

 130. Bjarni Halldórsson sýslumaður fjallar um leiðir til viðreisnar landinu 2.5.1771. Lit. Aa. N° 4.

  09/11/2016

 131. Hreppstjórar í Kjósarhreppi skrifa um hag sveitarinnar 15.5.1771. Lit. Aa. N° 5.

  09/11/2016

 132. Þorgrímur Sigurðsson sýslumaður og Halldór Þorgrímsson aðstoðarmaður hans rita stutta skýrslu um ásigkomulag Mýrasýslu [án dags. 1771]. Lit. Bb.

  09/11/2016

 133. Hjáleigubændur Stóru-Háeyrar á Eyrarbakka skýra frá högum sínum 18.5.1771. Lit. Cc. N° 1.

  09/11/2016

 134. Hreppstjórar og bændur í Grindavík skrifa um kjör sín 6.5.1771. Lit. Cc. N° 2[a].

  09/11/2016

 135. Hjábúðarmenn í Grindavík skrifa um kjör sín 10.5.1771. Lit. Cc. N° 2[b].

  09/11/2016

 136. Hreppstjórar og bændur í Sandvíkurhreppi skrifa um bágindi sveitarinnar 25.5.1771. Lit. Dd.

  09/11/2016

 137. Hreppstjórar og bændur í Ölfushreppi skýra frá hvað helst hafi orðið þeim til skaða 13.5.1771. Lit. Ee. N° 1.

  09/11/2016

 138. Hreppstjórar og bændur á Skeiðum skrifa um fjársýkina og bág kjör sín 22.5.1771. Lit. Ee. N° 2[a].

  09/11/2016

 139. Hreppstjórar og bændur í Grímsnesi skrifa um bágindi sveitarinnar 25.5.1771. Lit. Ee. N° 2[b].

  09/11/2016

 140. Dönsk þýðing bréfa lit. Ee. N° 2[a–b].

  09/11/2016

 141. Ásgeir Jónsson og Beinteinn Ingimundarson, lögréttumenn í Þorlákshöfn, skýra frá hvað jörðin sé af sér gengin 15.5.1771. Lit. Ee. N° 3.

  09/11/2016

 142. Hans Wium sýslumaður ritar álitsgerð um viðreisn landsins 4.7.1771. Lit. Ff. N° 1.

  09/11/2016

 143. Jón Arnórsson aðstoðarsýslumaður sendir tillögur sínar um viðreisn landsins 24.6.1771. Lit. Ff. N° 2.

  09/11/2016

 144. Pétur Þorsteinsson sýslumaður og Guttormur Hjörleifsson aðstoðarmaður hans svara helstu spurningum Landsnefndarinnar 28.6.1771. Lit. Ff. N° 3.

  09/11/2016

 145. Bréf frá Finni Jónssyni Skálholtsbiskupi sem fylgir greinargerðum presta og prófasta úr Múlasýslum 29.7.1771. Lit. Ff. N° 4.

  09/11/2016

 146. Séra Páll Guðmundsson, prófastur í Norður-Múlasýslu, ritar álitsgerð um hérað sitt 18.6.1771. Lit. Ff. N° 5.

  09/11/2016

 147. Prestar í Suður-Múlasýslu fjalla um leiðir til viðreisnar landinu 6.3.1771. Lit. Ff. N° 6.

  09/11/2016

 148. Séra Þorsteinn Jónsson á Dvergasteini skýrir frá hag sveitarinnar 23.1.1771. Lit. Ff. N° 7.

  09/11/2016

 149. Séra Sigurður Jónsson, prófastur í Holti undir Eyjafjöllum, skrifar um barnaskóla, málefni presta og fleira 1.7.1771. Lit. Gg. N° 1.

  09/11/2016

 150. Prestar í Landeyjum og Fljótshlíð skrifa um kjör presta og fleira 26.6.1771. Lit. Gg. N° 2.

  09/11/2016

 151. Séra Jón Hannesson í Marteinstungu skrifar um húsaga og leiðir til viðreisnar landinu 11.5.1771. Lit. Gg. N° 3.

  09/11/2016

 152. Séra Einar Jónsson í Stórólfshvols- og Skúmstaðaprestakalli skrifar um ásigkomulag sóknanna 26.6.1771. Lit. Gg. N° 4[a].

  09/11/2016

 153. Séra Einar Jónsson í Stórólfshvols- og Skúmstaðaprestakalli skrifar um kirkjur í bændaeign 3.7.1771. Lit. Gg. N° 4[b].

  09/11/2016

 154. Hreppstjórar og bændur í Landeyjum skrifa um fjárpestina, miklar skuldir og fleira sem hrjáir þá 23.5.1771. Lit. Gg. N° 5.

  09/11/2016

 155. Hreppstjórar og bændur í Fljótshlíð skrifa um leigukúgildi, fjárpestina og fleira sem hrjáir þá 22.5.1771. Lit. Gg. N° 6.

  09/11/2016

 156. Séra Páll Högnason á Torfastöðum skrifar um óhentugt fyrirkomulag á sóknarskipan 22.7.1771. Lit. Hh. N° 1.

  09/11/2016

 157. Vernharður Rafnsson og Hallvarður Jónsson, hjáleigubændur í Krýsuvík, kvarta yfir kjörum sínum 1.6.1771. Lit. Hh. N° 2[a].

  09/11/2016

 158. Hjáleigumenn í Krýsuvík skrifa um kjör sín 1.6.1771. Lit. Hh. N° 2[b].

  09/11/2016

 159. Hreppstjórar og bændur í Hraungerðishreppi kvarta yfir leigukúgildum og slæmum kjörum 29.5.1771. Lit. Hh. N° 3.

  09/11/2016

 160. Hreppstjórar og bændur í Stokkseyrarhreppi skrifa um skuldir sínar og bág kjör 8.7.1771. Lit. Hh. N° 4.

  09/11/2016

 161. Hreppstjórar og bændur í Villingaholtshreppi skrifa um hag sveitarinnar 17.6.1771. Lit. Hh. N° 5.

  09/11/2016

 162. Bjarni Pálsson landlæknir skrifar um dýralíf, veiðiskap og sjúkdóma í mönnum 7.6.1771. Lit. Jj. N° 1.

  09/11/2016

 163. Guðmundur Runólfsson sýslumaður ritar greinargerð um viðreisn landsins 12.6.1771. Lit. Jj. N° 2.

  09/11/2016

 164. Hreppstjórar og bændur í Hafnahreppi skýra frá hag hreppsins 12.7.1771. Lit. Jj. N° 3[a].

  09/11/2016

 165. Kotungar á Kjalarnesi kvarta undan skipsáróðri og leigukúgildum 25.6.1771. [Lit. Jj. N° 3b].

  09/11/2016

 166. Jón Eggertsson sýslumaður skrifar um verslun, fiskveiðar og fleira 20.6.1771. Lit. Kk. N° 1[a].

  09/11/2016

 167. Jón Eggertsson sýslumaður skrifar um fólksfjölda, eyðijarðir og fjárpestina 20.6.1771. Lit. Kk. N° 1[b].

  09/11/2016

 168. Séra Ólafur Brynjólfsson í Görðum á Akranesi sendir tillögur til úrbóta 1.8.1771. Lit. Kk. N° 2.

  09/11/2016

 169. Séra Halldór Gíslason á Desjarmýri í Borgarfirði eystra skrifar um agaleysi vinnufólks og fleira 2.1.1771. Lit. Kk. N° 3.

  09/11/2016

 170. Séra Þorvarður Auðunarson í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd fjallar um agaleysi barna og fleira 5.7.1771. Lit. Kk. N° 4.

  09/11/2016

 171. Magnús Ólafsson varalögmaður ritar álitsgerð um viðreisn landsins 18.6.1771. Lit. Ll. N° 1.

  09/11/2016

 172. Séra Björn Halldórsson, prófastur í Sauðlauksdal, fjallar um sjúkdóma, húsaga og garðrækt 12.6.1771. Lit. Ll. N° 2.

  09/11/2016

 173. Hans Weinwitz fiskverkandi hjá versluninni á Bíldudal skrifar um hreindýr, fiskveiðar og kornrækt 29.10.1770. Lit. Mm. N° 1.

  09/11/2016

 174. Dines Jespersen kaupmaður á Patreksfirði skrifar um verslun og óhlýðni vinnufólks 8.4.1771. Lit. Mm. N° 2.

  09/11/2016

 175. Halldór Jakobsson sýslumaður skrifar um hag landsins 6.5.1771. Lit. Nn. N° 1.

  09/11/2016

 176. Séra Guðmundur Guðmundsson í Undirfelli og séra Jónas Benediktsson í Vesturhópshólum skrifa um aga vinnuhjúa og fleira 5.5.1771. Lit. Oo. N° 1.

  09/11/2016

 177. Óundirritað bréf úr Vatnsdal um kjör fátækra bænda 16.6.1771. Lit. Oo. N° 2.

  09/11/2016

 178. Sveinbjörn Þorláksson, bóndi á Gilá í Vatnsdal, skrifar um dauð leigukúgildi og erfiðleika sína vegna þess 30.3.1771. Lit. Oo. N° 3.

  09/11/2016

 179. Hreppstjórar og bændur í Vatnsdal skrifa um dauð leigukúgildi og bág kjör sín 5.5.1771. Lit. Oo. N° 4.

  09/11/2016

 180. Guðmundur Jónsson, hreppstjóri á Spákonufelli, skrifar um bág kjör sín 1.6.1771. Lit. Oo. N° 5[a].

  09/11/2016

 181. Guðmundur Björnsson, hreppstjóri í Höfnum á Skaga, kvartar yfir skipsáróðri 13.6.1771. Lit. Oo. N° 5[b].

  09/11/2016

 182. Sigurður Þorláksson, hreppstjóri á Gunnsteinsstöðum í Langadal, fjallar um viðreisn landsins 25.6.1771. [Lit. Oo. N° 6].

  09/11/2016

 183. Tafla yfir fædda og dána í Hólastifti 1760–1769 ásamt nýrri manntalstöflu 1769 frá Gísla Magnússyni biskupi 8.7.1771. Lit. Pp. N° 1.

  09/11/2016

 184. Hreppstjórar og bændur í Hegranesi skýra frá högum sínum 8.4.1771. Lit. Pp. N° 2.

  09/11/2016

 185. Hreppstjórar í Skefilsstaðahreppi skýra frá hag sveitarinnar 4.5.1771. Lit. Pp. N° 3.

  09/11/2016

 186. Óundirritað bréf af Höfðaströnd um hag íbúanna 17.5.1771. Lit. Pp. N° 4.

  09/11/2016

 187. Hreppstjórar og bændur í Reynistaðarhreppi skrifa um fátækt sína 4.6.1771. Lit. Pp. N° 5.

  09/11/2016

 188. Hreppstjórar og bændur í Lýtingsstaðahreppi skrifa um verslun 23.5.1771. Lit. Pp. N° 6.

  09/11/2016

 189. Hreppstjórar og bændur í Sléttuhlíð fjalla um leiðir til viðreisnar hreppnum 26.3.1771. Lit. Pp. N° 7.

  09/11/2016

 190. Hreppstjórar og bændur í Fljótum skrifa um hag sveitarinnar 20.4.1771. Lit. Pp. N° 8.

  09/11/2016

 191. Jón Jakobsson sýslumaður svarar helstu spurningum Landsnefndarinnar 28.6.1771. Lit. Qq. N° 1.

  09/11/2016

 192. Sveinn Sölvason lögmaður fjallar um siglingar stúdenta, réttarfar og peninga 30.1.1771. Lit. Qq. N° 2.

  09/11/2016

 193. Hreppstjórar í Saurbæjarhreppi skrifa um mál sveitarinnar og koma með tillögur til úrbóta 29.6.1771. Lit. Qq. N° 3.

  09/11/2016

 194. Fjórir bændur í Saurbæjarhreppi skrifa um kúgildaþunga, landskuldir og fleira 18.6.1771. Lit. Qq. N° 4.

  09/11/2016

 195. Hreppstjórar og bændur í Reykjadalshreppi skrifa um fátækt landsins 28.5.1771. Lit. Rr. N° 1.

  09/11/2016

 196. Jón Jónsson og Guðmundur Guðmundsson bændur í Aðaldal fjalla um leiðir til úrbóta fyrir land og þjóð 7.6.1771. Lit. Rr. N° 2.

  09/11/2016

 197. Hreppstjórar og bændur í Húsavíkurhreppi senda viðreisnartillögur 25.6.1771. Lit. Rr. N° 3.

  09/11/2016

 198. Hreppstjórar í Sauðanesþingsókn senda úrbótatillögur 17.6.1771. Lit. Rr. N° 4.

  09/11/2016

 199. Páll Arngrímsson og Grímur Stefánsson, hreppstjórar í Kelduneshreppi, skýra frá sveitarþyngslum 14.6.1771. Lit. Rr. N° 5.

  09/11/2016

 200. Hreppstjórar í Svalbarðshreppi senda tillögur sínar 16.6.1771. Lit. Rr. N° 6.

  09/11/2016

 201. Hreppstjórar og bændur í Hálshreppi senda tillögur sínar 29.6.1771. Lit. Rr. N° 7.

  09/11/2016

 202. Hreppstjórar í Grýtubakkahreppi senda úrbótatillögur 21.6.1771. Lit. Rr. N° 8.

  09/11/2016

 203. Hreppstjórar og bændur á Svalbarðsströnd skrifa um leiðir til að styrkja fátækan almúga 25.5.1771. Lit. Rr. N° 9.

  09/11/2016

 204. Hreppstjórar í Mývatnssveit senda viðreisnartillögur 20.6.1771. Lit. Rr. N° 10.

  09/11/2016

 205. Hreppstjórar í Presthólaþingi fjalla um leiðir til viðreisnar sveitinni 12.6.1771. Lit. Rr. N° 11.

  09/11/2016

 206. Sigurður Oddsson og Tómas Jónsson, hreppstjórar í Bárðardal, skrifa um hag bænda 28.6.1771. Lit. Rr. N° 12.

  09/11/2016

 207. „Konungsundirsátar“ í Húnavatnssýslu skrifa um fjárpestina, dauð kúgildi og fleira 26.6.1771. Lit. Rr. N° 13.

  09/11/2016

 208. Danskir útdrættir úr bréfum úr Þingeyjarsýslu. Lit. Rr. N° 1–13.

  09/11/2016

 209. „Íslands vesalingar“ skrifa um rétt sinn og stöðu í þjóðfélaginu 12.2.1771. Lit. Ss. N° 1.

  09/11/2016

 210. Óundirritað bréf þar sem óskað er eftir afnámi ýmissa tolla og kvaða [án dags. 1771]. Lit. Ss. N° 2.

  09/11/2016

 211. Lýður Guðmundsson sýslumaður svarar helstu spurningum Landsnefndarinnar 1.5.1771. Lit. Tt. N° 1.

  09/11/2016

 212. Prestar í Vestur-Skaftafellssýslu fjalla um leiðir til viðreisnar landinu 29.5.1771. Lit. Tt. N° 2.

  09/11/2016

 213. Uppkast að nýrri landsagatilskipun fyrir Ísland eftir Þorkel Fjeldsted [án dags.] 1771. Lit. Uu.

  09/11/2016

 214. Greinargerð Þorkels Fjeldsteds um jarðhitann á Reykhólum í Barðastrandarsýslu 29.6.1771. Lit. Vv. N° 1.

  09/11/2016

 215. Greinargerð Þorkels Fjeldsteds um jarðhitann á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp 6.7.1771. Lit. Vv. N° 2.

  09/11/2016

 216. Erlendur Ólafsson sýslumaður lýsir hverunum á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp [án dags. 1771]. Lit. Xx.

  09/11/2016

 217. Gísli Magnússon biskup ritar greinargerð þar sem hann ræðir ýmsar úrbótatillögur 25.6.1771. Lit. Yy.

  09/11/2016

 218. Séra Árni Þórarinsson á Lambastöðum fjallar um hreppstjóra, landsaga og fátækramál 18.6.1771. Lit. Zz. N° 1.

  09/11/2016

 219. Séra Árni Þórarinsson á Lambastöðum skrifar um garðahleðslu 24.7.1771. Lit. Zz. N° 2.

  09/11/2016

 220. Óundirritað bréf úr Borgarfirði um kjör alþýðu [án dags. 1770/1771]. Án lit. nr.

  09/11/2016

 221. Fundargerða- og tillögubók Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771. Án lit. nr.

  09/11/2016

 222. Skrá yfir innkomin bréf til nefndarinnar 23.12.1771. Ad 2. B. J. Ref. N° 699.

  09/11/2016

 223. Finnur Jónsson biskup ritar greinargerð um Skálholtsskóla [án dags. 1771]. 2. B. J. Ref. N° 699 a.

  09/11/2016

 224. Bjarni Jónsson rektor Skálholtsskóla ritar greinargerð sem hann nefnir „Kort forslag til Islands opkomst“ og um latínuskólanna 28.8.1771. 2. B. J. Ref. N° 699 b–c.

  09/11/2016

 225. Sveinn Sölvason lögmaður skrifar um betlara á Alþingi 5.9.1771. 2. B. J. Ref. N° 699 d og f.

  09/11/2016

 226. Sveinn Sölvason lögmaður fjallar um Alþingishúsið og viðhald þess 5.9.1771. 2. B. J. Ref. N° 699 h.

  09/11/2016

 227. Sveinn Sölvason lögmaður fjallar um meðferð sakamála 29.8.1771. 2. B. J. Ref. N° 699 e.

  09/11/2016

 228. Sveinn Sölvason lögmaður ritar um fjallvegi á Íslandi [án dags. 1771]. 2. B. J. Ref. N° 699 g.

  09/11/2016

 229. Erlendur Ólafsson sýslumaður ritar greinargerð sem hann nefnir „Kort behandling over Islands opkomst“ [án dags. 1771]. 2. B. J. Ref. N° 699 i.

  09/11/2016

 230. Erlendur Ólafsson sýslumaður fjallar um verslunartilskipunina 1702 [án dags. 1771]. 2. B. J. Ref. N° 699 k.

  09/11/2016

 231. Prestar í Austur-Skaftafellssýslu fjalla um leiðir til viðreisnar landinu 16.8.1771. 2. B. J. Ref. N° 699 l.

  09/11/2016

 232. Prestar í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslum senda tillögur til úrbóta 12.8.1771. 2. B. J. Ref. N° 699 m.

  09/11/2016

 233. Tillögur að nýrri reglugerð um Skálholtsskóla frá Finni Jónssyni biskupi [án dags. 1771]. 2. B. J. Ref. N° 699 n.

  09/11/2016

 234. Finnur Jónsson biskup skrifar um ómynduga og mynduga skólasveina [án dags. 1771]. 2. B. J. Ref. N° 699 o.

  09/11/2016

 235. Finnur Jónsson biskup skrifar um kúgildi [án dags. 1771]. 2. B. J. Ref. N° 699 p.

  09/11/2016

 236. Jón Árnason sýslumaður sækir um eftirgjöf á skuldum vegna dauðra kúgilda Arnarstapaumboðs 20.9.1771. 2. B. J. Ref. pr. 72. N° 63.

  09/11/2016

 237. Jón Árnason sýslumaður. Fylgiskjöl. 2. B. J. Ref. N° 699 q–t.

  09/11/2016

 238. Útdrættir úr bréfum innkomnum 23.12.1771. Bréf auðkennd 2. B. J. Ref. N° 699 a-t.

  09/11/2016

 239. Útdrættir úr bréfum lit. D. – lit. Zz. og úr fundargerðabók nefndarinnar. Án lit. nr.

  09/11/2016

 240. Skrá yfir efni hluta innkominna bréfa. Án dags. Án lit. nr. Vinnuskjal nefndarmanna.

  09/11/2016

 241. Uppkast að bréfi um vegagerð á Íslandi.

  09/11/2016

 242. Uppkast að meðmælum um að konungur styrki útgáfu á búnaðarriti Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal.

  09/11/2016

 243. Rissblað varðandi nýjan verslunartaxta fyrir Ísland 1776.

  09/11/2016

 244. Uppkast að eyðibýlatilskipun fyrir Ísland. Danska gerðin.

  09/11/2016

 245. Uppkast að tilskipun um fiskveiðar og verslun við Ísland. Íslenska gerðin.

  09/11/2016

 246. Uppkast að tilskipun um verslun við Grænland.

  09/11/2016

 247. Uppkast að tilskipun um fiskveiðar og verslun við Ísland. Danska gerðin.

  09/11/2016

 248. Uppkast að eyðibýlatilskipun fyrir Ísland. Íslenska gerðin.

  09/11/2016

 249. Uppkast að tilskipun um vegagerð á Íslandi.

  09/11/2016

 250. Uppkast að erindisbréfi fyrir stúdent Mohr vegna rannsóknarleiðangurs til Færeyja.

  09/11/2016

 251. Uppkast að tilskipun um umboðsmenn konungsjarða á Íslandi.

  09/11/2016

 252. Uppkast að þúfnatilskipun fyrir Ísland.

  09/11/2016

 253. Drög að greinargerð um leiðir til að finna á ný hina horfnu byggð á Grænlandi ásamt kostnaðaráætlun.

  09/11/2016

 254. Yfirlit yfir athugasemdir við landsagatilskipun.

  09/11/2016

 255. Athugasemdir Thodals stiftamtmanns og Ólafs Stephensens amtmanns við uppkast að nýrri landsagatilskipun [án dags. 1776/1777]. I. J. N° 127. Nr. 2.

  09/11/2016

 256. Athugasemdir Magnúsar Ólafssonar varalögmanns við uppkast að nýrri landsagatilskipun [án dags. 1776/1777. I. J. N° 127]. Nr. 3.

  09/11/2016

 257. Athugasemdir Jóns Ólafssonar varalögmanns við uppkast að nýrri landsagatilskipun 27.7.1776. I. J. N° 127. Nr. 4.

  09/11/2016

 258. Athugasemdir Sveins Sölvasonar lögmanns við uppkast að nýrri landsagatilskipun [án dags. 1776/1777. I. J. N° 127]. Nr. 5.

  09/11/2016

 259. Athugasemdir Björns Markússonar lögmanns við uppkast að nýrri landsagatilskipun [án dags. 1776/1777]. I. J. N° 127. Nr. 6.

  09/11/2016

 260. Athugasemdir Þorsteins Magnússonar sýslumanns við uppkast að nýrri landsagatilskipun 10.1.1777. I. J. N° 127. Nr. 7.

  09/11/2016

 261. Athugasemdir Davíðs Schevings sýslumanns við uppkast að nýrri landsagatilskipun [án dags. 1776/1777]. I. J. N° 127. Nr. 8.

  09/11/2016

 262. Athugasemdir Vigfúsar Schevings sýslumanns við uppkast að nýrri landsagatilskipun [án dags. 1776/1777]. I. J. N° 127. Nr. 9.

  09/11/2016

 263. Athugasemdir Péturs Þorsteinssonar sýslumanns við uppkast að nýrri landsagatilskipun [án dags. 1776/1777]. I. J. N° 127. Nr. 10.

  09/11/2016

 264. Athugasemdir Thodals stiftamtmanns við uppkast að nýrri landsagatilskipun [án dags. 1776/1777. I. J. N° 127]. Nr. 11.

  09/11/2016

 265. Athugasemdir við uppkast að nýrri landsagatilskipun. Ónafngreindur höfundur [án dags. 1776/1777. I. J. N° 127. Nr. 12].

  09/11/2016

 266. Athugasemdir Magnúsar Ólafssonar varalögmanns við uppkast að nýrri landsagatilskipun [án dags. 1776/1777. I. J. N° 127. Nr. 13].

  09/11/2016

 267. Athugasemdir við uppkast að nýrri landsagatilskipun. Ónafngreindur höfundur [án dags. 1776/1777. I. J. N° 127. Nr. 14].

  09/11/2016

 268. Landsnefndin skrifar rentukammeri og biður um frest til að semja greinargerð um störf sín 9.9.1771. 2. B. J. Ref. N° 491.

  09/11/2016

 269. Þorkell Fjeldsted skrifar rentukammeri og biður um að fá greidda fæðispeninga sína 19.10.1771. 2. B. J. Ref. N° 521.

  09/11/2016

 270. Greinargerð Landsnefndarinnar fyrri um störf sín til rentukammers 12.11.1771. 2. B. J. Ref. N° 599.

  09/11/2016

 271. Landsnefndin skrifar rentukammeri og biður um viðbót við fæðispeninga sína 23.12.1771. 2. B. J. Ref. N° 695.

  09/11/2016

 272. Útgjaldareikningur yfir nokkra rannsóknarleiðangra og annað viðreisnarstarf sem greitt var fyrir úr konungssjóði á árunum 1770–1779. Dags. 15.6.1779. Án db.nr.

  09/11/2016

 273. Ferðir Landsnefndarinnar

  11/11/2016

  Landsnefndarmenn lögðu af stað með skipi frá Kaupmannahöfn til Íslands 31. maí 1770. Ferðalag þeirra varði í meira en ár og komu þeir aftur til síns heima 12. september 1771. Koma nefndarinnar til Íslands hefur áreiðanlega þótt sæta nokkrum tíðindum og er hennar víða getið í annálum. Töluverð umsvif hafa einnig fylgt nefndinni. Fyrra sumarið […]

 274. Skjalasafnið

  11/11/2016

  Í skjalasafni Landsnefndarinnar fyrri eru í heild um 4200 handritaðar síður, bréf, skýrslur og álit. Skjalasafnið er nú varðveitt í Þjóðskjalasafni Íslands á meðal skjala rentukammers, einnar af stjórnardeildum konungs í Kaupmannahöfn, en þar var nefndin stofnuð og þangað skilaði hún gögnum sínum og úrbótatillögum. Skjölin eru að stórum hluta á dönsku enda voru skrifin […]

 275. Landsnefndin sjálf

  11/11/2016

  Landsnefndin fyrri var skipuð af konungi 20. mars 1770. Í henni áttu sæti þrír menn: Andreas Holt, „viceraadmand“ frá Osló, formaður nefndarinnar, Þorkell Fjeldsted, lögmaður í Færeyjum, og Thomas Windekilde, kansellíráð og fyrrverandi kaupmaður á Íslandi, en ritari var skipaður Eyjólfur Jónsson (Johnsonius), konunglegur stjörnuskoðari í Kaupmannahöfn. Landsnefndinni var ætlað að kanna almenna landshagi á […]

 276. Forsaga

  11/11/2016

  Fyrir meira en hálfri öld hófst löng vegferð, vinna við að gefa út skjöl Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771, þegar Bergsteinn Jónsson síðar prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands bjó bréf frá nefndinni og nokkurra embættismanna til útgáfu á vegum Sögufélags. Út komu tvö bindi, hið fyrra árið 1958 og síðara 1961. Undirbúningur hélt áfram að útgáfu […]

Rannsóknir

Heildarsafn skjala frá Landsnefndinni fyrri verður gefið út í sex bindum. Fyrstu tvö bindin komu út á árinu 2016 og er fyrirhugað að næstu fjögur bindi komi á árunum 2017 og 2018. Rannsóknir tengdar skjalasafninu eru birtar í hverri bók og er leitað bæði í smiðju sagnfræði, skjalfræði og málsögu. Greinar sem birtar eru í […]

Heimildir og skrár

Í tengslum við útgáfu bréfanna í prentútgáfu þeirra eru birtar margvíslegar skrár, m.a. skammstafanaskrár og skrár yfir hugtök og orðskýringar. Ítarlegar skýringar er einnig að finna neðanmáls í bréfunum. Efnisorð, mannanöfn og staðarnöfn fylgja hverju bindi. Eftir því sem verkinu vindur fram verða þessar skrár einnig gerðar aðgengilegar á vefnum fyrir verkið í heild.   […]

Um verkefnið

Fyrir meira en hálfri öld hófst löng vegferð, vinna við að gefa út skjöl Landsnefndarinnar fyrri 1770–1771, þegar Bergsteinn Jónsson síðar prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands bjó bréf frá nefndinni og nokkurra embættismanna til útgáfu á vegum Sögufélags. Út komu tvö bindi, hið fyrra árið 1958 og síðara 1961. Undirbúningur hélt áfram að útgáfu […]